Nýr salur og stundatafla frá og með 5. mars!

 

 

Nýr salur og stundatafla frá og með 5. mars!
Nú höfum við opnað fyrsta salinn okkar en hann prýðir tæplega 200 fermetra af dýnulögðu svæði og því höfum við burði til að bæta í stundatöfluna okkar. Frá og með morgundeginum, 5. mars, bætast við 5 nýir tímar og hafa meðlimir í áskrift aðgang að þeim öllum.

 

GI GRAPPLING (JIU JITSU)
Glímuæfingar í galla með margverðlaunaða keppnismanninum Eiði Sigurðssyni. Ætlast er til af iðkendum að mæta í Gi (galla), en við bjóðum einnig upp á lánsgalla. Æfingar eru opnar öllum beltum. Gi Grappling er alltaf á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 18:30.

ALEFLI
Æfingar sem auka hreyfigetu, hreyfisvið, styrk, sprengikraft, þrek, úthald og liðleika. Tímarnir eru opnir öllum sem vilja hreyfa sig og vinna sig í átt að öflugri líkama og sál. Æfingarnar eru aðlagaðar getustigi hvers og eins iðkanda. Mælst er til að iðkendur mæti með æfingaskó, þó þeim sem kjósi að æfa berfættir sé það frjálst. Þegar nær dregur sumri fer hluti æfinganna fram utandyra. Yfirþjálfari er Þorgrímur Þórarinsson, ÍAK styrktarþjálfi. Alefli er alltaf á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 17:30.

HUGHREYSTI
Fyrirlestrar, markmiðasetning og huglægar æfingar undir leiðsögn atvinnumanna,  íþróttasálfræðinga og reynslubolta. Stundum hefur einstaklingur alla líkamlega burði og getu til að ná markmiðum sínum en hausinn villir fyrir. 

Að okkar mati er einn mikilvægasti eiginleiki íþróttastarfs sá hversu frábær vettvangur það er til að efla einstaklinga utan keppnisvallar. Lærum að nýta þau gildi og viðhorf sem við lærum í íþróttum til að bæta okkur í öðrum þáttum lífsins en ekki síður hvernig aðrir þættir lífsins hafa áhrif á þína frammistöðu í þinni íþrótt.

Hughreysti er á þriðjudögum klukkan 20:00.


MMA (striking & sparr)
Á föstudögum klukkan 17:00 bætist við tvöfaldur striking tími. Gestaþjálfarar úr öðrum striking íþróttum verða reglulegir. Fyrsti klukkutímann er hitað upp, farið í tækni og drillað, en eftir það er sparrað. Ætlast er að iðkendum að hafa grunn úr MMA1 eða annarri striking íþrótt áður en þeir mæta í þessa tíma, en iðkendum er bent á að hafa samband við þjálfara til að fá mat hvort þeir séu reiðubúnir.


KICKBOX/BOX (sameiginleg með Æsi)
Sameiginleg box/kickbox sparr æfing með Hnefaleikastöðinni Æsi. Laugardögum klukkan 14:10


Stundatöfluna er hægt að nálgast hér.

Reykjavík MMA