Unglingar: 10 - 14 ára og 14 - 18 ára
Í tímunum er lögð áhersla á grunntækni í ýmsum bardagaíþróttum. Tímarnir eru fjölbreyttir og ættu því að henta flestum. Aðal áherslur eru lagðar á submission grappling, wrestling og kickbox. Kennt er þrisvar - fjórum sinnum í viku og er æfingatímum útlistað hér fyrir neðan.
Í unglingatímunum er lögð sérstök áhersla á félagslíf og liðsheild, í formi hittinga og keppnisferða. Hittingar eru í nokkur skipti á önn, en stefnt er á æfinga eða keppnisferðir erlendis í fylgd þjálfara og foreldra einu sinni á ári.
Upplýsingar um ráðstöfun frístundastyrks veitir Hrafn Þráinsson. hrafn@rvkmma.is
Tímar
10 - 14 ára mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:15 sunnudögum kl 11:10 - 12:00
Búnaður: Gi galli, stuttbuxur og stuttermabolur, box hanskar.
14 - 18 ára þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:15 og á laugardögum kl 11:10.
Búnaður: Legghlífar, MMA hanskar, stuttbuxur og bolur, tannhlíf.Vorönn fyrir 10 - 14 ára hefst miðvikudaginn 08. Janúar og lýkur 23.Maí.
Vorönn fyrir 14 - 18 ára hefst fimmtudaginn 09. Janúar. og lýkur 22.Maí.
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna.
Verð fyrir önn: kr. 56.500 kr.
Hægt er að ganga frá skráningu og greiðslu með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Við minnum á að allt upp í 3 mánaða greiðsludreifing er í boði ásamt nýtingu á frístundastyrk sveitarfélaganna.
Yfirþjálfarar og umsjónarmenn
Magnús Ingi Ingvarsson starfar sem yfirþjálfari fyrir 14 - 18 ára aldursflokkinn okkar.
Magnús er atvinnumaður í MMA og svart belti í BJJ og hefur unnið til fjölda verðlauna í bardagaíþróttum.
Magnús hefur einnig starfað með börnum og ungmennum í að verða áratug og býr því yfir mikilli reynslu og þekkingu í barna og unglingastarfi.
Hrafn Þráinsson er umsjónarmaður barna og unglingastarfs hjá RVK MMA ásamt því að vera yfirþjálfari yngri aldursflokka.
Hrafn er menntaður Íþrótta og Heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur séð um ungmennastarfið hjá okkur síðastliðin ár.
Hrafn er svartbeltingur í BJJ og hefur keppt bæði í áhugamanna MMA ásamt því að vera virkur keppandi á mótum hér heima og erlendis í BJJ.
Magnús Ingi Ingvarsson Hrafn Þráinsson