Hnefaleikar - GFR

 
 

Hnefaleika Grunnnámskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnatriði í box með það að markmiði að veita nemendum grunnskilning á tækni í íþróttinni. Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur, óháð fyrri reynslu en getur einnig hentað þeim sem hafa ekki mætt í langan tíma eða vilja fara betur í grunninn.

Þeir sem hafa þreytt námskeiðið geta svo mætt í framhaldstíma í boxi samkvæmt stundatöflu hjá RVK MMA.

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja stíga út fyrir þægindaramman og prufa eitthvað nýtt, læra undirstöðu atriði í boxi og á sama tíma svitna og hafa gaman undir öruggri handleiðslu reyndra þjálfara.

Gott að vita 

  1. Verð fyrir námskeið er 29.900 kr. Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni. Email: Rvkmma@rvkmma.is

  2. Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.

  3. Mælst er til að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði án rennilása. Gott er að hafa meðferðis vatnsbrúsa á æfingar.

  4. Box hanskar eru ekki nauðsynlegir á námskeiðinu en gott að eiga þá ef viðkomandi vill halda áfram að námskeiði loknu. Hægt að er að versla hanska í móttökunni hjá okkur.

Unglingar 12 - 17 ára.

Í tímunum er farið yfir helstu grunnatriði í boxi með það að markmiði að veita nemendum grunnskilning á tækni í íþróttinni. Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur óháð fyrri reynslu.

Kennt er þrisvar í viku og er æfingatímum útlistað hér fyrir neðan.

Tímar

  • Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:15
    Búnaður: Stuttbuxur og stuttermabolur, box hanskar og skór.

  • Haustönn hefst mánudaginn 4. September.

  • Verð fyrir önn: 48.900kr

Í unglingatímunum er lögð sérstök áhersla á félagslíf og liðsheild þó svo að um einstaklingsíþrótt sé að ræða. Hnefaleikar eru frábær íþrótt sem styrkir börn og unglinga líkamlega og andlega. Í RVK MMA leggjum við mikið upp úr því að skapa jákvætt og heilbrigt æfingaumhverfi.

Þjálfarar námskeiðssins er Alexander Irving og Donut en þeir hafa áralanga reynslu af hnefaleikum, keppni og þjálfun.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Bjarka í gegnum Thorpalsson@rvkmma.is

Hægt er að mæta í prufutíma áður en gengið er frá skráningu.

Við bendum á að námsskeiðið fellur undir frístundastyrk sveitarfélaganna.

Til þess að ganga frá skráningu má smella á hnappinn hér fyrir neðan

Hnefaleikar - Framhaldstímar

Þeir sem að hafa lokið grunnnámskeiði, eru komnir með aldur eða einfaldlega telja sig hafa nægilega mikla þekkingu í hnefaleikum mega mæta á framhaldstíma.

Kennt er tvisvar í viku yfir sumartímann og fimm sinnum í viku yfir vetrartímann. Tímarnir eru kl 18:15 á kennsludögum.

Þjálfarar framhaldstímanna eru þeir Donat Gubetini og Alexander Irving sem báðir hafa mikla æfingar og keppnisreynslu í hnefaleikum.

Tímarnir eru opnir þeim sem eru með áksrift hjá Reykjavík MMA.