Glíma fyrir börn
Glímufélag Reykjavíkur rekur öflugt glímustarf innan Reykjavík MMA á Viðarhöfða 2.
Krakka BJJ eru skemmtilegir tímar fyrir börn á aldrinum 5 - 10 ára.
Tímunum er aldursskipt í tvö bil: 5 - 7 ára og 8 - 10 ára.
Æfingar eru alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:30 - 17:15
Tímarnir eru 45 mínútur á lengd.
Vorönn 2025 fyrir 5 - 10 ára hefst fimmtudaginn 9. janúar.
Verð fyrir önnina er kr. 44.500 fyrir 5 - 7 ára og 56.500 fyrir 8 - 10 ára
Nýta má frístundastyrk sveitarfélaganna til þess að greiða fyrir önnina.
Hnefaleikar Unglingar
Vorönn hefst 8. janúar.
Unglingar: 12-17 Ára.
Í tímunum er farið yfir helstu grunnatriði í boxi með það að markmiði að veita nemendum grunnskilning á tækni í íþróttinni. Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur óháð fyrri reynslu.
Kennt er þrisvar í viku og er æfingatímum útlistað hér fyrir neðan.
Tímar
Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:15
Búnaður: Stuttbuxur og stuttermabolur, box hanskar og skór.
Vorönn hefst miðvikudaginn 8. janúar.
Þeir sem eru skráðir á önnina hafa aðgengi í aðra tíma í stundatöflu svo lengi sem tæknileg geta sé til staðar. Ef vafi leikur á bendum við á að ræða við þjálfara.
Verð fyrir önn: 56.500 kr.
MMA Unglingar
Vorönn hefst 8. janúar
Unglingar: 10 - 14 ára og 14-18 ára
Í tímunum er lögð áhersla á grunntækni í ýmsum bardagaíþróttum. Tímarnir eru fjölbreyttir og ættu því að henta flestum. Aðal áherslur eru lagðar á jiu jitsu, wrestling og kickbox. Kennt er þrisvar í viku og er æfingatímum útlistað hér fyrir neðan.
Í unglingatímunum er lögð sérstök áhersla á félagslíf og liðsheild, í formi hittinga og keppnisferða. Hittingar eru í nokkur skipti á önn, en stefnt er á æfinga eða keppnisferðir erlendis í fylgd þjálfara og foreldra einu sinni á ári.
Upplýsingar um ráðstöfun frístundastyrks veitir Hrafn Þráinsson. Hrafn@rvkmma.is
Tímar
11 - 14 ára mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:15
Búnaður: Gi galli, stuttbuxur og stuttermabolur, box hanskar.
14 - 18 ára þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:15 og á laugardögum kl 11:10.
Búnaður: Legghlífar, MMA hanskar, stuttbuxur og bolur, tannhlíf.Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna.
Verð fyrir önn: kr. 56.500 kr.
Umsjónarmenn
Hrafn Þráinsson er umsjónarmaður barna og unglingastarfs hjá RVK MMA ásamt því að vera yfirþjálfari yngri aldursflokka.
Hrafn er menntaður Íþrótta og Heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur séð um ungmennastarfið hjá okkur síðastliðin ár.
Hrafn er svartbeltingur í BJJ og hefur keppt bæði í áhugamanna MMA ásamt því að vera virkur keppandi á mótum hér heima og erlendis í BJJ.
Aðstoðarþjálfari er Þorgrímur Þórisson. Þorgrímur er brúnblábeltingur í BJJ. Þeim til halds og trausts er Emil Daði en hann er uppkominn úr yngri flokkum RVK MMA.