Submission Grappling14 -18 ára
Reykjavík MMA og Glímufélag Reykjavíkur bjóða upp á splunkunýtt glímunámskeið fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára. Námskeiðið hentar öllum getustigum og er frábær leið fyrir unglinga að kynnast uppgjafarglímu / submission grappling.
Námskeiðið er opið báðum kynjum og hentar bæði þeim sem vilja undirbúa sig fyrir áframhaldandi glímu og MMA og fyrir þá sem vilja læra skemmtilega og praktíska sjálfsvörn í góðu og uppbyggjandi umhverfi.
Haustönnin hefst 8. Janúar og verður kennd þrisvar í viku. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 19:15.
Verð er 56.500 kr. Hægt er að nýta frístundarstyrk sveitarfélaganna til þess að greiða fyrir önnina.
Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í uppgjafarglímu, iðkendur kynnast helstu stöðum og hugtökum í íþróttinni og fá að spreyta sig í frjálsum glímulotum í öruggu æfingaumhverfi.
Uppgjafarglíma / Submission grappling er krefjandi og skemmtileg íþrótt þar sem hugur og líkamleg geta mætast. Íþróttin fer sívaxandi út um allan heim og hentar fyrir alla aldurshópa.