BJJ Unglingar 14 -18 ára

Reykjavík MMA og Glímufélag Reykjavíkur bjóða upp á splunkunýtt glímunámskeið fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára. Námskeiðið hentar öllum getustigum og er frábær leið fyrir unglinga að kynnast Brazilian Jiu Jitsu (BJJ) og glímu.

Námskeiðið er opið báðum kynjum og hentar bæði þeim sem vilja undirbúa sig fyrir áframhaldandi glímu og MMA og fyrir þá sem vilja læra skemmtilega og praktíska sjálfsvörn í góðu og uppbyggjandi umhverfi.

Haustönnin hefst 9. september og verður kennt þrisvar í viku. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 19:15.

Verð er 48.900 kr. og er möguleiki á að nota frístundarstyrk Reykjavíkurborgar til þess að greiða fyrir önnina.


Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í BJJ, iðkendur kynnast helstu stöðum og hugtökum í íþróttinni og fá að spreyta sig í frjálsum glímulotum í öruggu æfingaumhverfi.

BJJ er krefjandi og skemmtileg íþrótt þar sem hugur og líkamleg geta mætast. Íþróttin fer sívaxandi út um allan heim og hentar fyrir alla aldurshópa.