Krakkaglíma
Krakkaglíma eru skemmtilegir tímar fyrir börn á aldrinum 5 - 10 ára.
Tímunum er aldursskipt í tvö bil: 5 - 7 ára og 7 - 9 ára.
Í tímunum er farið yfir undirstöðuatriði og reglur gólfglímu/grappling. Tímarnir fara fram í öruggu umhverfi undir handleiðslu reyndra þjálfara.
Ásamt því er lögð áhersla á að börnin öðlist betri hreyfiþroska sem er mjög mikilvægur fyrir framtíðar hreyfigetu barna. Þetta er gert í gegnum ýmsa leiki, ásamt fimleikaæfingum og “dýrahreyfingum”.
Við leggjum mikið upp úr því að virkja börnin og skapa skemmtilegt og heilbrigt æfinga umhverfi þannig að þau öðlist aukið sjálfstraust, félagsfærni og hreyfigetu samhliða því að búa til jákvætt framtíðar viðhorf til hreyfingar og íþrótta.
Tímar
Æfingar eru alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:30 - 17:15. En þar að auki æfir eldri hópurinn einnig á sunnudögum kl 11:10 - 12:00.
Vorönn fyrir 5 - 10 ára hefst fimmtudaginn 9. janúar og lýkur 22. maí.
Verð fyrir önnina er kr. 56.500 fyrir 8 - 9 ára
Verð fyrir önnina er kr. 44.500 fyrir 5 - 7 ára.
Nýta má frístundastyrk sveitarfélaganna til þess að greiða fyrir önnina.
Hægt er að ganga frá skráningu í gegnum eftirfarandi hnapp:
Hrafn Þráinsson er umsjónarmaður barna og unglingastarfs hjá RVK MMA ásamt því að vera yfirþjálfari yngri aldursflokka.
Hrafn er menntaður Íþrótta og Heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur séð um ungmennastarfið hjá okkur síðastliðin ár.
Hrafn er svartbeltingur í BJJ og hefur keppt bæði í áhugamanna MMA ásamt því að vera virkur keppandi á mótum hér heima og erlendis í uppgjafarglímu (submission grappling).
Hrafn Þráinsson