Reykjavík MMA býður upp á helgarnámskeið í Brazilian Jiu Jitsu, dagana 18 -19. Janúar

Tveggja daga námskeið sem verður haldið laugardag og sunnudag, 8 klst og 30 mín í heildina.

Verð 29.900

Dagskráin: 

  • laugardagur

  • 10:00-12:00 kennsla 

  • 12:00-12:50 pása

  • 12:50-14:00 kennsla

    Sunnudagur

  • 10:00-12:00 kennsla 

  • 12:00-12:30 pása 

  • 12:30-14:00 kennsla 

  • Ávextir verða í boði svo það verður hægt að næra sig létt á meðan námskeiðinu stendur. 


Markmið með námskeiðinu:

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnatriði í Brazilian Jiu Jitsu með það að markmiði að veita nemendum grunnskilning á tækni í íþróttinni. Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur, óháð fyrri reynslu. Hentar einnig Þeim sem hafa ekki mætt í langan tíma eða vilja fara betur í grunninn.

Þeir sem hafa þreytt námskeiðið geta svo mætt í framhaldstíma í Brazilian Jiu Jitsu samkvæmt stundatöflu hjá RVK MMA.

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja stíga út fyrir þægindaramman og prufa eitthvað nýtt, læra undirstöðu atriði í Brazilian Jiu Jitsu og á sama tíma svitna og hafa gaman undir öruggri handleiðslu reyndra þjálfara.


 


Gott að vita 

  1. Verð fyrir námskeið er 29.900 kr. Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni. Email: Rvkmma@rvkmma.is

  2.  Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.

  3. Mælst er með að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði án rennilása. Gott er að hafa meðferðist vatnsbrúsa á æfingar.

  4. Ef áhugi vaknar og þú vilt halda áfram að námskeiði loknu þá er hægt að skrá sig í áskrift og mæta í framhaldstímana okkar (Nogi og BJJ).