Magnús sigrar í fyrstu lotu og Þorgrímur svæfir andstæðing sinn og hreppir veltivigtarbeltið (MYNDBÖND)

Í kvöld börðust Magnús "Loki" Ingvarsson og Þorgrímur "Baby Jesus" Þórarinsson á CSFC20 kortinu í Doncaster. 

Magnús Ingi kláraði andstæðing sinn örugglega í fyrstu lotu með triangle hengingu og með henni stimplaði sinn fyrsta atvinnumannabardaga með sigri.

Þorgrímur barðist um amateur veltivigtarbelti deildarinnar en hann mætti kröftugum andstæðingi. Hann lenti nokkrum sinnum í erfiðri stöðu en sýndi bæði mikla yfirvegun og hörku og náði alltaf að snúa aðstæðum sér í hag. Í lok þriðju og seinustu lotunnar gerði hann sér svo lítið fyrir og svæfði andstæðing sinn.

Bardagana er hægt að sjá hér fyrir neðan. Til hamingju með frábæran árangur strákar og sjáumst á dýnunum!

Bardaga Magnúsar má sjá á 50. mínútu í myndbandinu hér fyrir neðan:

 
Reykjavík MMA