BJJ HELGAR NÁMSKEIÐ.png
Photo 28-05-2020, 18 45 09 (1).jpg

Reykjavík MMA býður upp á byrjenda námskeið í Brasilísku jiu jitsu dagana 9-10.Október.

Verð 29.900kr

Tveggja daga námskeið sem verður laugardag og sunnudag, 8 klst í heildina.

Dagskráin:

Laugardagur

MMA RVK (136 of 599).jpg
  • 10:00-12:10 kennsla 

  • 12:10-13:10 pása

  • 13:10-15:10 kennsla

    Sunnudagur

  • 10:00-12:00 kennsla 

  • 12:00-12:30 pása 

  • 12:30-14:00 kennsla  

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu stöður og hugtök í Brasilísku Jiu Jitsu með það að markmiði að veita nemendum grunnskilning á tækni í íþróttinni. 

Þeir sem hafa þreytt námskeiðið geta svo mætt í framhaldstíma í BJJ samkvæmt stundatöflu hjá RVK MMA. 

Námskeiðið er búið til af Bjarka Þór Pálssyni, Ingu Birnu Ársælsdóttur og Hrafni Þráinssyni en þau hafa öll æft íþróttina til margra ára og verið virkir keppendur á mótum hér heima og erlendis. Tveir kennarar eru á hverju námskeiði til þess að tryggja að hver þáttakandi fái nægjanlega athygli og endurgjöf! 




Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem langar til að öðlast grunnskilning á BJJ undir öruggri handleiðslu reyndra þjálfara.

Gott að vita:

  1. Verð fyrir námskeið er 29.900 kr. Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni á netfangið rvkmma@rvkmma.is.

  2. Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.

  3. Mælst er til að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði án rennlása. Einnig er gott að kaupa tannhlíf og er hún seld hjá okkur. Gott er að hafa meðferðis vatnsbrúsa á æfingar.

  4. Ef áhugi vaknar og þú vilt halda áfram að námskeiði loknu þá er hægt að skrá sig í áskrift og mæta í framhaldstímana okkar.

  5. Iðkendur hjá Reykjavík MMA fá 50% afslátt af námskeiðinu.

  6. Þeir sem ljúka námsskeiðinu fá fría prufuviku í RVK MMA þar sem hægt er að mæta í framhaldstíma í BJJ ásamt 5 Lotu Form tímunum sem eru geysivinsælir þrektímar.